Postullega Trúarjátningin
(The Apostles' Creed - Icelandic)

Ég trúi á Guð, föður almáttugan, skapara himins og jarðar.

Hefjið upp augu yðar til hæða og litist um: Hver hefir skapað stjörnurnar? Hann, sem leiðir út her þeirra með tölu og kallar þær allar með nafni. Sökum mikilleiks kraftar hans og af því að hann er voldugur að afli verður einskis þeirra vant. Veistu þá ekki? Hefir þú ekki heyrt? Drottinn er eilífur Guð, er skapað hefir endimörk jarðarinnar. Hann þreytist ekki, hann lýist ekki, speki hans er órannsakanleg. Jesaja 40:26, 28.

Ég trúi á Jesú Krist, hans einkason, Drottinn vorn, sem getinn er af heilögum anda, fæddur af Maríu mey,

Og engillinn sagði við hana: "Óttast þú eigi, María, því að þú hefur fundið náð hjá Guði. Þú munt þunguð verða og son ala, og þú skalt láta hann heita JESÚ. Hann mun verða mikill og kallaður sonur hins hæsta. Drottinn Guð mun gefa honum hásæti Davíðs föður hans, og hann mun ríkja yfir ætt Jakobs að eilífu, og á ríki hans mun enginn endir verða." Þá sagði María við engilinn: "Hvernig má þetta verða, þar eð ég hef ekki karlmanns kennt?" Og engillinn sagði við hana: "Heilagur andi mun koma yfir þig og kraftur hins hæsta mun yfirskyggja þig. Fyrir því mun og barnið verða kallað heilagt, sonur Guðs. Lúkasarguðspjall 1:30-35.

píndur á dögum Pontíusar Pílatusar, krossfestur, dáinn og grafinn, steig niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum,

En Kaífas var sá sem gefið hafði Gyðingum það ráð, að betra væri, að einn maður dæi fyrir lýðinn. Símon Pétur fylgdi Jesú og annar lærisveinn. Sá lærisveinn var kunnugur æðsta prestinum og fór með Jesú inn í hallargarð æðsta prestsins. En Pétur stóð utan dyra. Hinn lærisveinninn, sem var kunnugur æðsta prestinum, kom út aftur, talaði við þernuna, sem dyra gætti, og fór inn með Pétur. Jóhannesarguðspjall 19:14-16.

Kristur dó í eitt skipti fyrir öll fyrir syndir, réttlátur fyrir rangláta, til þess að hann gæti leitt yður til Guðs. Hann var deyddur að líkamanum til, en lifandi gjörður í anda. Í andanum fór hann einnig og prédikaði fyrir öndunum í varðhaldi. Fyrra almenna bréf Péturs 3:18, 19.

Fyrir það verðið þér og hólpnir ef þér haldið fast við orðið, fagnaðarerindið, sem ég boðaði yður, og hafið ekki ófyrirsynju trúna tekið. Því það kenndi ég yður fyrst og fremst, sem ég einnig hef meðtekið, að Kristur dó vegna vorra synda samkvæmt ritningunum, að hann var grafinn, að hann reis upp á þriðja degi samkvæmt ritningunum og að hann birtist Kefasi, síðan þeim tólf. Fyrra bréf Páls til Korin 15:2-5.

steig upp til himna, situr við hægri hönd Guðs föður almáttugs og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða.

Þennan Jesú reisti Guð upp, og erum vér allir vottar þess. Nú er hann upp hafinn til Guðs hægri handar og hefur af föðurnum tekið við heilögum anda, sem fyrirheitið var, og úthellt honum, eins og þér sjáið og heyrið. Postulasagan 2:32, 33.

Fyrir augliti Guðs og Krists Jesú, sem dæma mun lifendur og dauða, með endurkomu hans fyrir augum og ríki hans heiti ég á þig. Síðara bréf Páls til Tímó 4:1.

Ég trúi á Heilagan Anda,

Ég mun biðja föðurinn, og hann mun gefa yður annan hjálpara, að hann sé hjá yður að eilífu, anda sannleikans, sem heimurinn getur ekki tekið á móti, því hann sér hann ekki né þekkir. Þér þekkið hann, því hann er hjá yður og verður í yður. Jóhannesarguðspjall 14:16, 17.

heilaga almenna kirkju,

Og ég segi þér: Þú ert Pétur, kletturinn, og á þessum kletti mun ég byggja kirkju mína, og máttur heljar mun ekki á henni sigrast. Matteusarguðspjall 16:18.

samfélag heilagra,

Trúr er Guð, sem yður hefur kallað til samfélags sonar síns Jesú Krists, Drottins vors. Fyrra bréf Páls til Korin 1:9.

Já, það sem vér höfum séð og heyrt, það boðum vér yður einnig, til þess að þér getið líka haft samfélag við oss. Og samfélag vort er við föðurinn og við son hans Jesú Krist. Fyrsta bréf Jóhannesar 1:3.

fyrirgefningu syndanna,

Það skuluð þér því vita, bræður, að yður er fyrir hann boðuð fyrirgefning syndanna og að sérhver, er trúir, réttlætist í honum af öllu því, er lögmál Móse gat ekki réttlætt yður af. Postulasagan 13:38, 39.

upprisu mannsins

En föðurland vort er á himni og frá himni væntum vér frelsarans, Drottins Jesú Krists. Hann mun breyta veikum og forgengilegum líkama vorum og gjöra hann líkan dýrðarlíkama sínum. Því hann hefur kraftinn til að leggja allt undir sig. Bréf Páls til Filippímann 3:20, 21.

og eilíft líf.

Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. Jóhannesarguðspjall 3:16.

Amen.

 
GotQuestions.org

sharing-your-faith

All About God
 

Scripture taken from the
New King James Version.
Copyright ©
1979, 1980, 1982
by Thomas Nelson, Inc.
Used by Permission.
All rights reserved.

Navigation Tips

Since visitors use different browsers and monitors, and have different preferences in how they navigate through a website, we've provided multiple ways to progress through the studies on KnowingJesusChrist.com.

1) For those who find drop-down, slide-out menus convenient, just hover over the category (menu link on the top bar) and sub-category (menu link in the drop down list).  If there is an arrow to the right of the item, the articles in that category will slide out.  (If there is no arrow, just click on the item.)  Click on any article to read it.  If you have a "wheel mouse," you should be able to roll it toward you to see more of the drop-down menu.

2) If you are unable to see all the drop-down or slide-out items (or just prefer a different way of navigating), click on the category (menu link on the top bar), then on any sub-category in the list that appears.  You will see a list of articles to choose from OR use our Site Map.

3) Most studies are part of a series (category or sub-category).  Each article within the category has a link to the next article so you can progress easily to the next study.

4) At the top of the page, you will also notice "Breadcrumbs" that show which category and sub-category you are in.  You may click on those links to return to the "parent" category or sub-category list.

5) ANSWERS to Review Questions and Quizzes are found in links at the end of the Review Questions or Quiz.  They may also be accessed by clicking on the category (which will show a list of all articles in the category).  The link at the end of the article will cause a pop up window to appear so you may easily refer to other pages on the site; the link in the Category list will open a normal page.

If you're looking for a particular topic, word, or phrase, try the Search feature in the right column.

Close this box by clicking on the top (dark brown) part again.